Endurbygging á Laugavegi 6. Verk unnið 2010-2011.
Hér er búið að rífa tengibyggingu sem undir hið síðasta var afgreiðsla íþróttavöruverslunar Húsið var orðið hrörlegt Þessi mynd er tekin inni í húsinu og sýnir upprunalegt brjóstþil og grjóthleðslu inni í veggjunum Sökkullinn var að hluta hlaðinn upp á nýtt Víða þurfti að gera við fótstykkið og var það gert eftir kúnstarinnar reglum Húsið var klætt að utan með bæði gömlum og nýjum borðum. Hér sést hvernig gert var við gömlu borðin Nýju borðin voru handunnin svo þau fengju sömu áferð og þau gömlu Hér sést handhefluð vindskeið og sérsmíðaður hefill til að hefla strikið Lögð var ný grind í gólfið og gólfborðin fest með sýnilegri neglingu Upprunalegi stiginn upp í risið fannst og var notaður aftur eftir smávægilegar lafæringar Hér má sjá grjóthleðslu inni í gaflveggnum sem þjónar þeim tilgangi að fergja húsið Sunnanmegin við húsið var reyst viðbygging Þaksteinn frá Noregi var nelgdur á þakið af einskærri fagmennsku Til að endurnýja gamla þakgluggann var smíðuð nákvæm eftirlíking úr timbri sem málmsteypan notaði til að steypa eftir Þakglugginn kominn á sinn stað Viðbyggingin var klædd með tjargaðri furu Viðbyggingin er öllu nútímalegri en gamla húsið Hér sést lokafrágangur í risinu. Veggirnir voru aðeins málaðir að hluta svo gamla klæðningin fengi að njóta sín Húsið setur svip sinn á Laugaveginn