Ingólfsstræti

Við Ingólfsstræti stendur timburhús frá árinu 1904 sem nýlega gekk í endurnýjun lífdaga. Byggt var við húsið, kvistum breytt, klæðning endurnýjuð og gluggar lagaðir.
Þegar framkvæmdir hófust kom í ljós að ekki voru sökklar undir nágrannahúsinu, því sem átti að byggja upp að. Það var því fyrsta verk að koma sökklum þar undir, áður en hægt var að steypa sökkla og gólfplötu fyrir viðbygginguna.

%d bloggurum líkar þetta: