Við Ingólfsstræti stendur timburhús frá árinu 1904 sem nýlega gekk í endurnýjun lífdaga. Byggt var við húsið, kvistum breytt, klæðning endurnýjuð og gluggar lagaðir.
Þegar framkvæmdir hófust kom í ljós að ekki voru sökklar undir nágrannahúsinu, því sem átti að byggja upp að. Það var því fyrsta verk að koma sökklum þar undir, áður en hægt var að steypa sökkla og gólfplötu fyrir viðbygginguna.
Ingólfsstræti Sökklum komið undir nágrannahúsið til að hægt væri að steypa sökkla og gólfplötu fyrir viðbygginguna Hér er kominn brandveggur á milli húsanna og verið að reisa útveggi viðbyggingarinnar Gamla kvistinum var breytt og sett á hann risþak og skammbiti Syllan kragar út og ber útskornar og skreyttar gaflsperrurnar Nýtt járn á þakið sjá má frágang á skotrennu Gluggarnir voru illa farnir en þó ekki ónýtir Við viðgerð á gluggum var nýtt timbur fellt við það gamla Klæðningu þaks og veggja lokið Aftan við húsið ber nýbyggingin svalir Tvöfaldar dyr út á svalir Lokafrágangur langt kominn og húsið orðið hið glæsilegasta