Viðgerð á timburhúsi við Frakkastíg. Húsið var byggt 1909 en þar sem trjámaurar höfðu náð að vinna skemmdir á því var ákveðið að ráðast í endurbætur.
Frakkastígur 19 Víða var vart við fúa Geitungabú eru algeng undir klæðningum á gömlum húsum Steypt var ofan á gamlan burðarvegg Borðaklæðning á þaki nokkuð heilleg en tímabært að endurnýja þakjárnið Víða voru útveggir holir en réttur frágangur á einangrun í útveggjum getur lækkað kyndikostnað umtalsvert Þakjárn komið á og byrjað að huga að veggklæðningu Sumar veggstoðir áttu lítið eftir Hér hefur rakasperru og einangrun verið komið fyrir í útvegg Þar sem það átti við var aðeins skipt um það sem ónýtt var Hér er kvittun frá árinu 1906 sem fannst innan í veggjum Teikning, lykill og skór fundust einnig innan í veggjunum Ummerki eftir trjámaura en þeir geta rýrt styrk timburs og gert það ónýtt Nýjir gluggar voru smíðaðir í stað þeirra sem ekki hægt var að laga Fyrirmyndinni var fylgt af nákvæmni Gert var við þá gluggakarma sem þóttu heillegir og eins miklu haldið eftir af gömla timbrinu og hægt var Ný fög voru smíðuð í alla glugga, sum voru höfð opnanleg og önnur fest í, en öll voru þau glerjuð upp á gamla mátann Vandaður gluggafrágangur Snyrtilegur þakrennufrágangur hefur mikið um útlit hússins að segja Að verki loknu er húsið sannkölluð götuprýði